Hafnarfjarðarkaupstaður – Skuldabréfaútboð 14. maí
Hafnarfjarðarkaupstaður efnir til útboðs í skuldabréfaflokknum HFJ 50 1 miðvikudaginn 14. maí. Heimild til lántöku á árinu er 6.064 m.kr. og er þetta fyrsta útboð ársins.
HFJ 50 1 ber fasta verðtryggða vexti og greiðir jafnar greiðslur á sex mánaða fresti með lokagjalddaga 2050. Ekki hefur verið gefið út í flokknum áður.
Fyrirkomulag útboðs verður með þeim hætti að öll samþykkt tilboð verða tekin á hæstu samþykktu ávöxtunarkröfunni. Hafnarfjarðarkaupstaður áskilur sér rétt til þess að samþykkja öll tilboð, hafna öllum tilboðum eða taka tilboðum að hluta.
Áætlaður uppgjörsdagur er 22. maí 2025
Markaðsviðskipti Arion banka hafa umsjón með útboðinu. Tilboðum skal skilað á netfangið skuldabrefamidlun@arionbanki.is fyrir kl. 16:00 þann 14. maí 2025.

© 2025 GlobeNewswire, Inc. All Rights Reserved.