Alma íbúðafélag hf.: Útgáfa á nýjum skuldabréfaflokki - AL220535
Alma íbúðafélag hf. hefur lokið sölu á skuldabréfum í nýjum skuldabréfaflokki, AL220535, sem gefinn er út undir útgáfuramma félagsins.
Um er að ræða verðtryggðan skuldabréfaflokk með lokagjalddaga 22. maí 2035. Endurgreiðsla skuldabréfaflokksins fylgir 30 ára jafngreiðsluferli (annuity) fram til lokagjalddaga þegar allar eftirstöðvar höfuðstóls greiðast í einni greiðslu en greiðslur vaxta og höfuðstóls fara fram á sex mánaða fresti. Flokkurinn er veðtryggður samkvæmt almennu tryggingarfyrirkomulagi félagsins.
Seld voru skuldabréf að nafnverði 1.000 m.kr. á ávöxtunarkröfunni 4,25%.
Arctica Finance hf. hafði umsjón með sölu skuldabréfanna og töku þeirra til viðskipta.
Greiðslu- og uppgjörsdagur er fimmtudagurinn 22. maí 2025.
Nánari upplýsingar veitir:
Ingólfur Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri, ingolfur@al.is.

© 2025 GlobeNewswire, Inc. All Rights Reserved.