Sveitarfélagið Árborg – Ársreikningur 2024 samþykktur
Ársreikningur Sveitarfélagsins Árborgar fyrir árið 2024 var lagður fram til seinni umræðu og samþykktar í bæjarstjórn í dag miðvikudaginn 14. maí 2025.
Rekstrarniðurstaða Sveitarfélagsins Árborg samkvæmt samanteknum rekstrarreikningi A- og B- hluta var jákvæð um 3.096,6 millj.kr. en samkvæmt samþykktri fjárhagsáætlun með viðaukum fyrir árið 2024 var gert ráð fyrir 115,8 mill.kr. neikvæðri rekstrarniðurstöðu.
Tekjur ársins af A- og B- hluta námu alls 23.080 millj.kr., launakostnaður 10.244,2 millj.kr., hækkun lífeyrisskuldbindinga nam 274 millj.kr. Annar rekstrarkostnaður var 6.729 millj.kr. og nemur framlegð því 5.832,8 millj.kr. Afskriftir voru 948 millj.kr. Fjármunatekjur, fjármagnsgjöld og tekjuskattur námu 1.735 millj.kr. og var rekstrarniðurstaða ársins því jákvæð um 3.096,6 millj.kr. Veltufé frá rekstri var 4.236,9 millj.kr. eða 18,4% af heildartekjum A- og B- hluta.
Skuldaviðmið hefur lækkað á árinu 2024 og er samkvæmt reglugerð nr. 502/2012 er nú komið niður í 109,5% en var 156,6% fyrir árið 2022.
Þá er verulegt styrkleikamerki að veltufé frá rekstri hækkaði verulega milli ára og var 4.236,9 millj.kr. króna árið 2024 en var 1.713 millj.kr. árið 2023.
Áframhaldandi vöxtur og hröð íbúafjölgun einkenndi árið 2024 en þann 1. janúar 2025 voru íbúar sveitarfélagsins orðnir 12.064, samkvæmt tölum Hagstofunnar og fjölgaði um 499 frá fyrra ári eða 4,3%. Sveitarfélagið Árborg er áttunda fjölmennasta sveitarfélag landsins.
Lántaka ársins var 1.375 millj.kr. í samanburði við 3.900 millj.kr. árið á undan. Er þar einungis um að ræða lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga. Minni lántaka ásamt lækkandi verðbólgu og bættum rekstri hefur lækkað fjármagnsgjöld verulega milli ára.
Sveitarfélagið vann áfram á árinu í samræmi við aðgerðaáætlunina “Brú til betri vegar” sem var kynnt íbúum árið 2023. Samstarf við Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga og ráðgjafa var til fyrirmyndar við eftirfylgni aðgerða og vinnu við fjárhagsáætlun sem styður við góðan árangur ársins og stöðugri rekstur sveitarfélagsins. Áfram var leitað allra leiða til hagræðinga í rekstri sem skilar því að flestir málaflokkar sveitarfélagsins eru á pari við fjárhagsáætlun. Fjárhagsleg ábyrgð stjórnenda er skýr og stuðningur fjármáladeildar hefur skilað bættum verkferlum og betri yfirsýn stjórnenda.
Attachment

© 2025 GlobeNewswire, Inc. All Rights Reserved.